LAND-NÁM;

Fljótlega eftir stofnun samtakanna árið 1997 hófst samstarf við skóla um uppgræðslu og trjárækt nemenda. Tilvalið er að tengja slíkt starf við nám nemenda og láta þá upplifa frá fyrstu hendi ýmislegt sem haldið hefur verið að þeim í skólastofunni. Upp úr aldamótunum hóf GFF að sníða verkefni handa skólum sem myndi auðvelda slíka tengingu. Verkefnið hlaut hið gegnsæja heiti LAND-NÁM og hefur síðan verið notað í öllu samstarfi GFF við skóla, sama á hvaða skólastigi.
LAND-NÁM snýst um trjárækt öðru fremur en einnig kemur við sögu önnur uppgræðsla. Grunnhugtakið í verkefninu er s.k. klasi. Klasi er 25 trjáplöntur sem plantað hefur verið í hringlaga flöt með 8 metra þvermál. Af þessum 25 plöntum eru 20 birkiplöntur, 4 víðiplöntur og 1 reyniplanta. Plönturnar fá nokkuð ákveðna staðsetningu innan hringsins, t.d. er reyniplantan alltaf í miðjunni. Klasinn sjálfur er staðsettur með GPS hnitum í miðju hans.
Þegar nemendur eða aðrir þátttakendur í LAND-NÁMi planta er alla jafna mælt hvað plönturnar eru háar og hver sverleiki stofns er niður við jörð. Þessar stærðir ásam GPS hnitunum og ýmsum öðrum upplýsingum eru skráðar á þar til gerð eyðublöð. Upplysingarnar eru slegnar inn í gagnagrunn sem hægt er að nálgast héðan af heimasíðunni. (sjá hnappinn Gagnasafn).
SEEDS hópur sem kom til starfa með GFF í júní 2011 hér búinn að afmarka sinn klasa í Vatnsskarði.
Nokkur „item" sem tilheyra LAND-NÁMI og þess sértæka tilstandi, hæll, reyniplanta og GPS tæki. Hællinn sem markar miðju hvers klasa þar sem GPS hnit klasans eru tekin. Í miðjunni er líka ávalt sett niður eina reyniplanta hvers klasa.
Annars er 80 % allra plantna sem settar eru niður í verkefninu birkiplöntur (20 af 25 í hvern klasa).
Afgangurinn (16 %) eru víðiplöntur, eða 4 af 25 í hvern klasa og ein reyniplanta (4%).
Yfirlit á klasa og hvernig ákveðin sæti eru fyrirfram ákveðin. 6 sæti í hverjum fjórðungi og svo eitt í miðjunni, fyrir reyninn.
Nemendur úr Vinnuskóla Kópavogs planta í klasa á Sandskeiði í júní 2004.
Oft er heppilegt að láta fjóra vinna saman að því að planta í klasa. Hér eru SEEDS liðar í Vatnsskarði í júní 2012.
GFF plantar helst af öllu í land eða bletti sem eru gróðurvana. Hér er hópur erlendra íslenskunema í Vatnsskarði að ljúka við sinn klasa í júlí 2012.
Þegar plantað er í sól og blíðu og jarðvegurinn er þurr er eins gott að vökva plönturnar vel.
Á sumrin kemur GFF með mannskap til að sinna eldri klösum. Hér eru SEEDS liðar að bera áburðarmjöl að trjáplöntum í Lágafelli vestur en plantað var í þá klasa sumarið 2003 af nemendum í Vinnuskóla Grindavíkur.
Sumarið er besti tíminn til að vakta lifun og vöxt. SEEDS liðar við vöktun, mælingar og mat, í Lágafelli vestur, sumarið 2009.
Niðurstöður mælinga og mats eru skráðar á þar til gerð eyðublöð.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón