Flensborg

Starf GFF með Flensborgarskólanum nær aftur til ársins 2001. Lætur nærri að hver einasti nemandi skólans á þessu tímabili hafi farið í trjáplöntunar- og uppgræðsluleiðangur með GFF til Krýsuvíkur. Á hverju vori og hverju hausti fer GFF með nemendur í 8 - 12 manna hópum til að endurheimta náttúrugæði á svæði sem er illa farið af uppblæstri og gróðureyðingu.


Flensborgarar ferðbúnir til Krýsuvíkur.


Nemendur leggja til atlögu við grjótmel í Krýsuvík vorið 2005 með fræ og áburð.


Frá vorleiðangri árið 2015.


Frá haustleiðangri 2013.

Myndir segja meir en mörg orð og undir yfirskriftinni Flensborg má smella á hnappa til að sjá hvað farið hefur fram í Krýsuvík í nafni GFF og Flensborgar undanfarin ár.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón