Grunnskóli Seltjarnarness

Samstarf GFF og Grunnskóla Seltjarnarness hófst vorið 2005 á melunum og utan í rofabörðunum á Bolaöldu við rætur Vífilsfells. Landsvæðið er sameiginlegri lögsögu Seltjarnarness og Kópavogs. Hér má sjá upplýsingar í máli og myndum frá leiðöngrum nemenda skólans bæði vor og haust frá því að samstarfið hófst. Fyrirkomulagið er í stórum dráttum þannig að á vorin fer GFF með nemendur 4.bekkjar til að planta í s.k. klasa (sjá lýsingu í umfjöllun um verkefnið LAND-NÁM). Á haustin er svo farið með nemendur 9.bekkjar til að vakta vöxt og viðgang þeirra trjáplantna sem nemendur fyrri ára hafa gróðursett. Ekki síst er lögð áhersla á að vakta það sem þessir nemendur gerðu sjálfir fjórum árum fyrr. Vöktun þýðir að gerð er athugun á lifun og vexti plantnanna, sem aftur þýðir að hæð og breidd eru mæld og aðrar eins og greinamyndun og útlit eru metin.

Þetta fyrirkomulag, að fara með 9.bekkinga í hausteiðangra og skoða eigin klasa frá því 4 árum áður gat eðli máls samkvæmt ekki hafist fyrr en þessi 4 ár voru liðin. Fyrsti haustleiðangur 9.bekkinga var því farinn haustið 2009. Fram að því var farið með yngri bekki að hausti.Tvær myndir teknar á sama stað, sú að ofan tekin sumarið 2002 sú að neðan er frá byrjun ágúst 2016.© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón