Samstarf við skóla

Samstarf við grunnskóla hefur í seinni tíð orðið ein meginstoðin í starfi GFF. Það hófst með samstarfi við Grunnskóla Seltjarnarness vorið 2005 og hefur aukist og í dag eru 14 grunnskólar í samstarfi við GFF um trjárækt og uppgræðslu. Verkefnið kallast LAND-NÁM og miðar að því að nemendum aukist skilningur á gangverki náttúrunnar. Ekki síst er reynt að átta sig á þeim áskorunum sem aðstæður á Íslandi bjóða gróðurríkinu. Leiðangrar í nafni LAND-NÁMs eru þar af leiðandi bæði útivist og menntaupplifun þar sem nemendur taka til hendinni við uppgræðslu, þeir afla gagna og vinna með þau.

Í stuttu máli þá GFF vill með verkefninu leggja sitt af mörkum til ræktunar lands og lýðs.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón