Símaskrár í uppgræðslu

Undirsíður:
GFF hefur lengi haft augastað á að nýta úrgangspappír til uppgræðslu og símaskráin sem endurnýjuð er á hverju ári er býsna álitleg í því tilliti. Í byrjun árs 2008 hóf GFF uppgræðslu í vegkanti við þá nýleg mislæg Vatsnleysustrandarvegamót á Reykjanesbraut. Hér var meiningin að taka gamlar símaskrár til kostanna með því að koma þeim saman við hænsnamykju frá Nesbúegg ehf, eggjabúi þarna í nágrenninu á Vatnsleysuströnd. Verkefnið gengur undir nafninu Keilir 8 af skiljanlegum ástæðum sem myndirnar hér á eftir skýra.
Þegar ný símaskrá er sett í umferð fellur til mikið af þeirri gömlu.
Annar úrgangsflokkur sem fellur til í stríðum straumum (mun stríðari en myndin hér sýnir) er mykja frá fuglabúum.
Grunnhugmynd GFF um nytjar af þessum efnaflokkum til uppgræðslu var að koma þeim saman í stórri hrærivél, án þess að þurfa að tæta pappírinn niður.
Þegar símaskráin er komin í belginn er pappírinn "frjóvgaður" með þunnfljótandi mykju. Hér var komin grunn hugmyndafræðin, án þess að vita nokkuð um þær tækni- og aðferðafræðilegu tálmanir sem að sjálfsögðu komu upp.
Vettvangur fyrirhugaðrar uppgræðslu. Grasvöxturinn hér næst er uppgræðsla GFF frá því nokkrum árum áður en þarna var notað hrossatað. Nú var komið að því að nota graut gerðan úr símaskrá og hænsnamykju. Mynd frá hausti 2007.
Aðgerðir hafnar í vegkanti í apríl 2008.
7.maí 2008 lítur vettvangur þessa gjörnings svona út.
14.júní 2008 var útlitið ekki alveg sem best. Þar sem grauturinn var þéttastur og mest þunnfljótandi hafði hann þornað upp í sumarhita og þurrki, og var að bresta í þessar flögur. Þetta var nokkuð óvænt en lærdómsríkt.
10.ágúst 2008 hafði ástandið ekki batnað, ekki gróskunni fyrir að fara, þvert á móti þetta virtist ekki lífvænlegt og "svörðurinn" þess legur að geta einfaldlega fokið burt í fyrstu væntanlegu haustlægðum.
28.ágúst 2008 má sjá þetta yfirlit. Nb að grasvöxturinn fremst á myndinni er frá uppgræðslu fyrri ára. Næst kemur svo ófrjóa svæðið þar sem "grauturinn" hafði verið þynnstur og brotnaði upp í flögur en handan við það svæði er svo partur þar sem grauturinn var nokkuð þykkari og loftkenndari, og þar óx fljótlega uppúr eins og myndin sýnir.
10.okt 2008 leit sá partur sem lengst er í suður svona út. Þarna var þunnfljótandi grautur notaður.
10.okt 2008. Rétt að sýna nærmynd af þessu þar sem glögglega sést að þarna hefur verð gestkvæmt. Allar líkur á að gestirnir hafi verið gæsir og sjá má að þær hafa fært svæðinu afganga frá því þær voru í berjamó.
27.maí 2009.
18.maí 2010
19.maí 2011
16.ágúst 2012.
27.júlí 2013
15.nóv 2013. Nýjasta myndin frá vettvangi Keilir 8.

6.júní 2014

© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón