Sandgerði

Austan við Sandgerði er svæði sem í gegnum árin hefur verið notað sem malartekja og í seinni tíð sem losunarstaður fyrir efni sem komið hafa upp við ýmiss konar framkvæmdir. Þetta er gróðurlítið svæði og afar lítið fyrir augað. Árið 2009 hóf GFF að venja komur sínar inn á þetta svæði, m.a. komið með nemendur Grunnskóla Sandgerðis vor og haust til að leggja stund á LAND-NÁM.
Mynd frá því um miðjan maí 2010. Nokkuð dæmigert útlit svæðisins fyrir austan Sandgerði.

Mynd frá miðjum júní 2011 þegar hafist var handa um uppgræðslu. Notaður var garðaúrgangur af Suðurnesjum og undir hann smeygt dálitlu af áburðarmjöli til að auðga jarðveginn. Á myndinni eru þau Ben frá BNA og Tuuli frá Finnlandi, bæði tilheyrandi fyrri SEEDS hópnum sem vann með GFF þetta sumar.
Til að gera lengri sögu styttri þá er þetta útlit svæðisins tveimur árum seinna í lok júní 2013.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón