Notkun moltu

Moltan sem af verkefninu hlýst hefur verið notuð í matjurtarækt suður með sjó sumrin 2011 og 2012 með afbragðsárangri. GFF hefur notað moltuna í verkefnum að uppgræðslu og trjárækt með Reykjanesbæ og Akurskóla.
21.maí 2012 eru nemendur úr 4. og 5.bekk Akurskóla mættir til að taka til hendinni við uppgræðslu og trjárækt á svæðinu sínu í Njarðvík og nota til þess m.a. moltuna góðu.
Moltuhaugurinn fékk engan frið.
Áður en varði var hann uppurinn.
Í byrjun júlí 2012 kom hópur SEEDS liða á vegum GFF til að ryðja úr einum moltuhaug utan í rofabarð á svæðinu.
Gengið var rösklega til verks.
SEEDS hópurinn að loknu verki í Njarðvík.
Svo taka kraftar náttúrunnar við og vinna sitt verk. Mynd frá 25.sept 2012.
Almennt séð leynir sér ekki hvar molta er notuð og hvar ekki. Mynd frá miðjum ágúst 2012 á sama stað í Njarðvík.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón