Lífræn uppgræðsluefni

Frá upphafi hefur það verið grunnstef hjá GFF að nota lífræn úrgangsefni til uppgræðslu. Til þess eru einkum tvær ástæður.
Í fyrsta lagi er þannig hægt að slá tvær flugur í einu höggi, græða upp land um leið og vandamál tengd förgun úrgangs eru leyst. Í öðru lagi þá eru hin lífrænu efni í flestum tilvikum einfaldlega betri til síns brúks en hefðbundinn ólífrænn áburður. Þar kemur til að þeim fylgir mikið af lífrænu efni sem styrkir innviði jarðvegsins sem unnið er á en einnig að jarðefliáhrifin vara til mun lengri tíma en hjá auðleystum steinefnaáburði.
Dæmi um lífræn efni sem GFF notar í uppgræðslu. Gras, afrakstur af grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og nær í mynd er haugur af moltu.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón