Sandfellsklofi

Eitt aðalverkefni GFF nú á síðustu árum hefur verið uppgræðsla í Sandfellsklofa, vestan í Sveifluhálsi. Verkefnið hófst árið 2014 og nú þegar þetta er skrifað (lok okt 2019) virðast verklok verða á næsta ári, 2020. Það er sannarlega viðeigandi að sýna nokkrar myndir frá svæðinu.

Mynd tekin í febrúar 2014 og sýnir hluta af svæðinu.

Útlitið í byrjun. Þarna hafði áður verið tekin möl en nú var ráðið að hefja uppgræðslu. Mynd tekin 30.júní 2014.

Fyrsta hrúgan komin á svæðið, fagurlega brún miðað við grámann í kring.

Færðin er ekki altaf upp á það besta.

Veturinn getur verið þungur, og hvítur.

Störf með sjálfboðaliðum að sumri til 2015.

2016 er kominn litur á umhverfið.

Og þessi sami litur breiðist út. Mynd frá 2017.

Mynd frá lok ágúst 2018.

Ástand mála þann 9.mars 2019 í Sandfellsklofa.

Seint í júlí 2019 var kölluð til ýta frá námunni þarna rétt hjá til að dreifa efninu yfir.

Svona var útlitið eftir ýtuna.

Á sólríkum degi er gott að sýna hverju hefur verið áorkað.

Mynd frá 17.okt 2019. Hér er komið nýtt efni og líkur að verkefnið klárist á árinu 2020.

20.ágúst 2019. Grænasti reiturinn fékk kjötmjöl fyrr um sumarið.

Her er gerandinn vardandi uppgraedlsu i Sandfellsklofa, Oli Petur Gunnarsson og hans tharfasti thjonn.© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón