Um GFF

Markmið samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) er að stöðva gróður- og jarðvegseyðingu í Landnámi Ingólfs og styrkja vistkerfi svæðisins með því að koma af stað sjálfbærri gróðurframvindu með þeim náttúrulegu tegundum sem hinum ólíku svæðum eru eiginleg. Samtökin vinna þannig að endurheimt glataðra landgæða og því að skapa vistlegra umhverfi fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem á svæðinu býr.

Samtökin hyggjast ná markmiðum sínum með því virkja samtakamátt ýmissa aðila sem vilja leggja málefninu lið, svo sem einstaklinga, félög, fyrirtæki, stofnanir, ríki og sveitarfélög. Eitt meginstefnumið samtakanna er að nýta til uppgræðslu á örfoka landi eitthvað af því mikla magni lífrænna efna sem falla til sem úrgangur á starfssvæði samtakanna og koma þessum efnum þannig inn í náttúrulega hringrás.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón