Framvinda

Fegurðin í uppgræðslu felst ekki síst í að þegar aðgerðum er lokið, áburði komið til skila, fræi sáð og trjáplöntur gróðursettar tekur náttúran sjálf til starfa og vinnur úr aðföngum. Hér er hægt að sjá myndaraðir, venjulega í tímaröð, af ákveðnum blettum eða svæðum þar sem GFF hefur komið að. Hér sést hvernig ásýnd þessara staða hefur tekið breytingum í áranna rás.
Framvinda (succession) er eitt af lykilhugtökum í vistfræði og varðar það hvernig þróun landsvæða verður m.t.t. til flóru og fánu þegar nýtt land verður til eða birtist, t.d. þegar skriðjökull hopar. Hér má nefna að rannsóknir í Surtsey miðast aðallega að því hvernig og hvaða gróður og dýr nema þar land og hvernig þar myndast og þróast vistkerfi.
Þegar land er tekið til uppgræðslu er því í reynd búið nýtt upphaf og er afar spennandi, og oftast mjög gefandi, að fylgjast með þeirri framvindu sem þá tekur við.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón