Setbergsskóli

Undirsíður:


Nemendum Setbergskóla var ætlað að gróðursetja 50 plöntur eða í tvo klasa. Hér er annar
staðurinn þar sem 25 plöntur (einn klasi) fór niður. Stóra-Eldborg í bakgrunni. Mynd frá 9.apríl 2017.

Fyrsti hópur úr Setbergsskóla mættur þann 16.maí

Hópnum skipt upp í 4 manna teymi sem unnu síðan saman að trjáplöntun, hver og einn í hópnum
með sitt vel skilgreinda hlutverk.

Þeir sem ekki voru í plöntunarteymi þá stundina græddu upp land með að dreifa úr taðhaugunum.

Kominn er 8.ágúst og nærri 3 mánuðir síðan að nemendur plöntuðu í klasann.

Mætt aftur! Fjögurra manna rannsóknahópur, nú kominn í 5.bekk, mættur að hausti til að taka
út árangur vorplöntunar.

Gerendur úr Setbergsskóla þann 8.sept á Vistvangi.

Svona var útlitið eftir að nemendur 5.bekkjar höfðu farið höndum um landið á Vistvangi þann
8.sept 2017. Tað komið á grundir og gerir klárt fyrir trjáplöntun næsta tímabils.

Um haustið var farið og trjáplöntur mældar og metnar. Allt skráð að sjálfsögðu.

Talnaniðurstöður úr leiðöngrum nemenda Setbergsskóla eru að allar plöntur sem plantað var vorið 2017 voru lifandi haustið eftir, 100 % lifun. Meðal margöldun rúmmáls var tíföld.© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón