Langholt í Garði

Sveitarfélagið Garður er gamalgróinn samstarfsaðili GFF. Árið 2003 hófst uppgræðsla á gamalli malarnámu með lífrænum efnum sem áttu uppruna sinn á heimaslóð. Notað var skítur frá loðdýrabúum í nágrenninu, molta, hrossatað og garðaúrgangur frá þéttbýlinu í Garði seinna meir. Síðan þá hefur GFF komið af og til með starfskraft til að halda svæðinu við og láta það ekki alveg afskiptalaust. Myndirnar hér eru frá framvindu í gryfjunni, sjálfri malarnámunni, en GFF hefur unnið önnur verkefni þarna á næstu grösum.


Langholtsnáman eins og komið var að henni vorið 2003.

Mynd frá 30.júní 2003 og sýnir hluta af vinnuskólahópnum sem vann grunnvinnuna í Langholtsnámu.
Hér er hann að störfum í nágrenninu en ekki í námunni sjálfri. Harðsnúinn og eftirminnilegur hópur
sökum dugnaðar, skipaður stúlkum á táningsaldri.

Horft í suður (í átt að Rockville) á mynd frá miðjum júlí 2003 og sýnir hvernig umhorfs var eftir að refaskít
var dreift yfir botn námunnar.

Mynd frá 7.sept 2003 og sýnir hversu óx upp af fræinu sem dreift var yfir refaskítinn.

Vindur nú sögunni fram í maí 2007.

Sumarið 2008 kom GFF með mannskap, sjálfboðaliða frá SEEDS sem dreifðu garðaúrgangi og afrakstri af
grænum svæðum í Garði í jaðra námunnar.

Svona litu ummerkin eftir vinnu sjálfboðaliðanna út eftir mánuð eða svo. Mynd frá 10.ágúst 2008.

Ekki líður á löngu áður en fer að vaxa upp úr nýjum sverðinum. Mynd tekin 19.sept 2008.

Komið er fram í miðjan júní 2010 og staðurinn þar sem sjálfboðaliðarnir settu garðaúrganginn sýnir grósku.
Nær má sjá birkiplöntur sem eru líka að koma til eftir 7 ár.

Áfram er haldið og í ágúst 2010 kemur GFF með sjálfboðaliða til að dreifa heimafengnu hrossataði.

Langholtsnáma komin í haustbúning í október 2011.

Vorútlit í maí 2012. Hér er eins og hafi verið teppalagt.

Í lok júní 2015 kemur GFF með hóp sjálfboðaliða til að dreifa heimafengnu hrossataði.


Útlit og áferð í Langholtsnámu um miðjan ágúst 2016.

Yfirlitsmynd tekin 9.ágúst 2016. Grænu brúskarnir hér og þar í jaðri námunnar eru birkikjarr sem vinnuskóla-
nemendur plöntuðu sumarið 2003. Þetta er vaxtarformið sem aðstæður á þessum stað bjóða uppá. Taka
skal fram að sumarið 2016 var fremur þurrt svo að svæðið hefur heldur þurrlegan lit, en er þó gróið upp.

Til upprifjunar er þessi mynd frá vorinu 2003 af Langholtsnámu sett hér inn.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón