Grunnskóli Grindavíkur

Undirsíður:
Frá árinu 2006 hafa nemendur Grunnskóla Grindavíkur farið vor og haust til að iðka uppgræðslu og trjárækt með GFF í gamalli malarnámu við rætur Þorbjörns sem er fjall þeirra Grindvíkinga. Svæðið hefur tekið miklum stakkaskiptum á þessum tíma og fer að geta kallast álitlegt útivistarsvæði hvað úr hverju.
Myndirnar sem hér fylgja segja litla sögu um lítinn blett á svæðinu.
Námsmeyjar úr 8.bekk grunnskólans vorið 2008 mættar til að planta trjám í þetta moldarflag. Rétt er að taka eftir steininum sem þær sitja á, mikilvægt kennileiti á myndunum sem fylgja.
Bekkjarbræður úr 8.bekk vorið 2008 við trjáplöntun með Mika Koponen starfsmanni GFF. Rétt er að taka eftir hælnum rauða, öðru og mikilvægu kennileiti sem markar miðju klasans.
Mynd tekin um miðjan júní 2008 og við sjáum kennileitin tvö, steininn og hælinn en það er varla að við greinum trjáplönturnar í klasanum.

Mynd frá því seint í september 2008. Hér hefur rýgresið tekið blettinn yfir og enn ber ekki á trjáplöntunum.
Hér er komið fram í miðjan ágúst 2011, við sjáum kennileitin tvö en rýgresið hefur löngu gefið eftir fyrir öðru grasi enda er rýgresið einært. Hér er hins vegar farið að sjást til trjánna.
Í lok september 2011 komu nemendur 5.bekkjar til að gera úttekt á lifun og vexti plantnanna sem þá höfðu vaxið í fjögur sumur.
Hér er kominn 10.maí 2012 og trjáplönturnar farnar að sjást vel þrátt fyrir að þær hafi ekki laufgast enn svo snemma að vori. Moldarflagið heyrir sögunni til, hefur verið teppalagt af hjágróðri.
9.ágúst 2012 og við sjáum kennileitin tvö og nú er trjágróðurinn farinn að setja svip sinn á blettinn.
29.ágúst 2012 komu svo nemendur 5.bekkjar til að mæla vöxt trjáplantna og njóta útivistar í fögru umhverfi.
16.ágúst 2013.


Haustið 2014 var komið að 9.bekk að vakta það sem árgangurinn afrekaði sem 10 ára nemendur vorið
2010. Fyrri hópurinn kom þann 10.sept og mældi og mat það sem hann sá af trjáplplöntum.

Vorið er tími ungu nemendanna og hér 11.maí 2015 eru nemendur 4.bekkjar mættir til starfa í góða
veðrinu. Augljóslega er enn ýmislegt óunnið austan í Lágafelli.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón