Grunnskóli Sandgerðis

Grunnskóli Sandgerðis kom til samstarfs í verkefninu LAND-NÁM árið 2009. Unnið er að verkefninu austan við bæinn, á jaðri svæðis sem notað er til að losa jarðveg, m.a.

Ekki má gleyma því að stofnað er til GFF til að nota lífræn úrgangsefni til uppgræðslu. Það tengist m.a.s.
starfi samtakanna með grunnskólum. Hér má sjá garðaúrgang úr Sandgerði samankominn á uppgræðslu-
stað vorið 2011 og bíður þess að nemendur og aðrir á vegum GFF dreifi úr honum til að koma til gróðri
og mynda frjósaman svörð. Sjá má búið er að slétta og laga til hæðarlínur þarna í nágrenninu enda litið
á aðgerðirnar til fegrunar fyrir sveitarfélagið.


Nemendur komnir að hausti til að vakta árangur af vorstarfi sínu. Hér má sjá hvernig vex upp úr garða-
úrgangnum sem þá var búið að dreifa.

Mynd tekin um mitt sumar 2013 og sýnir gróskuna sem fylgir garðaúrganginum. Þarna innanum eru
trjáplöntur frá nemendum en í mörgum tilfellum hafa þær mátt lúta í lægra haldi fyrir "mýkri plöntum".

Og áfram halda nemendur að koma og láta reyna á frjómátt svæðisins og aðferða sinna. Hér eru 4.bekkjar
nemendur að verki við gróðursetningar og gagnaöflun vorið 2014.

Um haustið 2014 kom sami bekkur aftur í stærri einingum og framkvæmdi mælingar og mat.

Það má heldur ekki gleyma því að LAND-NÁM er verkefni sem sniðið er að úrvinnslu gagna sem nemendur
afla. Snemma í október 2014 fékk þessi sami bekkur, nú orðinn 5.bekkur, leiðsögn af hálfu GFF við
úrvinnslu gagnanna í skólastofunni.

Úrvinnslunni fylgja reikniþrautir sem nemendur hjálpast að við að leysa.

Gögnin sem nemendur vinna úr, innihalda upplýsingar um hæð og breidd plantna, við plöntun og svo
við haustmælingu. Það gerist svo við trjárækt að plöntur lifa ekki af og Excel skjalið sýnir að nokkrar
plöntur hafa ekki fundist um haustið. Sennilega ekki lifað af allan grasvöxtinn í næsta nágrenni sínu.

Nemendur fá viðfangsefni til að glíma við heima eða í tíma, ein eða saman, öll unnin upp úr gögnunum
sem þau öfluðu sjálf.

Og áfram er haldið. Hér eru komnar námsmeyja úr 5.bekk Grunnskóla Sandgerðis haustið 2015 til að
mæla upp plöntur sem bekkurinn þeirra setti niður vorið áður.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón