Uppgræðsla rofabarðs

Hér er sögð saga rofabarðs sem tókst bærilega að græða upp og áttu nemendur Grunnskóla Seltjarnarness langstærstan hlut þar að.


Umrætt rofabarð árið 2002.


Mynd tekin nokkrum dögum seinna og sýnir að einhver viðleitni hafði verið til uppgræðslu með moltu
og garðaúrgangi.


Tveimur árum seinna, sumarið 2004, má sjá að rofabarðið hefur verið stungið niður.


Vorið 2008, lítur barðið svona út. Áframhaldandi rof og augljós þörf á róttækri aðgerð.


Bjargvættirnir mættir!. 4.bekkur úr Grunnskóla Seltjarnarness, Mýrarhúsaskóla, fá leiðsögn um
uppgræðslu af hendi GFF 27.maí 2009.


Ummerki um aðgerð nemenda vorið 2009, hrossatað og áburðarmjöl koma mjög við sögu og nú er
notað nægjanlegt magn af taði.


Útlitið 4 vikum seinna, í júní 2009.


Í ágúst 2009 hefur vaxið upp úr og virðist búið að loka skurðinum.


Kristján Hreinsson starfsmaður GFF í samskonar stellingum, á sama stað og um vorið en hér er komið
fram í september 2009.


Snemma í júní 2010 má sjá sinumyndun sem hlífir við vindi og þekjan virðist góð.


Í ágúst 2011 lítur "barðið" svona út.


Haustið 2012 er mættur 9.bekkur, sama fólkið og vann verkið 3 árum áður, og lítur á árangurinnn.


Í september 2013 lítur barðið svona út.


Mynd frá því í júlí 2015. Barðið hefur gróið upp og viti menn, nýjar plöntur gera tilkall til þess að fá að
vera með í að græða upp landið. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þær komist að.


Vert er að hafa i huga að svona leit staðurinn út árið 2002!


© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón