2015


Því miður eru engar myndir tiltækar frá vorleiðangri 2015 en hér sést yfir klasana tvo um haustið.


Hér má sjá nærmynd innan úr öðrum klasanum frá vorinu 2015. Gróðurþekjuna má bera saman
við myndina hér á eftir en þannig leit yfirborð landsins út áður en uppgræðsla nemendanna hófst.


Gróðursnauður moldargrjótmelur er lýsingin á landinu sem komið var að um vorið 2014.


Í september komu svo 9.bekkingar og hér má sjá þá dreifa sér um svæði Grunnskóla Seltjarnarness.
Landið er á mismunandi stigum, sumt er ósnert og uppblásið, aðrir flákar eru í framvindu og svo má
sjá nýlegt kjarrlendi, sem er um áratug að aldri.


Nemendur vinda sér í að vakta árangur með því að mæla hæð trjáplantna sem þeir settu niður sjálfir
í "gamla daga".


Aðrir þættir eru metnir eða mældir, þmt breitt stofns plantnanna og allt er það skráð með það í huga
að vinna úr niðurstöðunum í skólastofunni seinna um haustið.

© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón