2005

4.bekkur skólans, heill árgangur, kom snemma í júní og plantaði í 3 klasa, alls 75 plöntur. Þessi fyrsta aðgerð Grunnskóla Seltjarnarness tókst vel og þegar drjúgur áratugur eru liðinn er kominn myndarlegur lundur þar sem langflestar plönturnar hafa lifað og margar hverjar vaxið ágætlega eins og myndirnar sýna.

Hér er síðasta mynd af svæðinu tekin 28.sept 2016.

Engar myndir eru til af nemendum við fyrstu útplöntun á Bolaöldu vorið 2005 en myndin hér sýnir
svæðið eins og það leit út sumarið 2002. Þarna hafði átt sér stað viðleitni af hálfu vinnuskóla-
nemenda um að stinga niður rofabarðið og nota garðaúrgang til að þekja melinn.

Allra síðasta mynd ársins 2016 af birkilundi Grunnskóla Seltjarnarness áður en veturinn náði tökum á
svæðinu. Það vart að sjá að þarna hafi verið rofabarð á árum áður. Mynd tekin 17.okt.

Mynd frá ágúst 2015 sýnir að ýmislegt hefur gerst á 10 árum. Rofabarðið hefur gróið upp,
kjarrlundur hefur vaxið fram og staðurinn á allan hátt vistlegri en áður.


Eina myndin sem til er frá því vorið 2005 þegar plantað var. Hér sést vel hvernig umhorfs var þar
sem trjáplönturnar voru gróðursettar.


Seint í maí 2008 er ekki mikið að sjá og fátt virðist vaxa upp úr melnum.


En eins og áður sagði um sumarið 2015 hefur ræst úr svo um munar.

© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón