2018

Vorið 2018 lenti GFF í því að taka á móti Seltirningum um leið og nemendum Selásskóla. Þetta æxlaðist á þann veg vegna óveðurs fyrr í mánuðinum þegar taka átti á móti Selásskóla. Nemendur af Nesinu komu allir í rútu, nokkrir tugir, þannig að ansi mannmargt var þennan morgun á Bolaöldu, 31.maí.

Mannmergðin á Bolaöldu þann 31.maí. GFF reyndi að bregðast við með auknum mannafla og sem betur fer fór allt vel.

Nægur var mannskapurinn og áhugi fyrir mokstri var alveg fullnægjandi.

Fötur eru líka nauðsynlegar þegar kemur að því að græða upp land með ungum höndum.

En alla jafna er þó trjáplöntunin aðalmálið. Hérna hafa nemendur raðað sér upp til að planta og sýna nýjum hópi hvernig á að bera sig að.© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón