2016

Þann 3.júní 2016 komu 43 nemendur 4.bekkjar Grunnskóla Seltjarnarness á Bolaöldu til trjáplöntunar og uppgræðslu. Þetta var í 12.sinn sem nemendahópar úr þessum skóla komu í vorleiðangur á þessar slóðir. Myndirnar hér á eftir lýsa því sem fram fór í þessum leiðangri.


Hér má sjá allt klárt fyrir komu nemenda og ástand þess lands sem þeir plöntuðu í.

Dágóður fjöldi nemenda mættur og þá ríður á að skipuleggja mannskapinn svo hægt sé að koma góðu
í verk.

Fjögurra manna hópar sáu um trjáplöntun og mælingar undir leiðsögn GFF. Allir fengu að gera allt,
nema hvað?

Sá sem hafði sett upp gúmmíhanskana úr fjögurra manna hópnum var sá sem
setti trjáplöntuna í jörðina. Hinir sáu um að gera holuna, fylla hana af vatni og
setja áburð að plöntunni.

Á meðan trjáplöntun fór fram á mjög skipulagðan hátt beittu aðrir nemendur skóflum frjálslega við tað-
dreifingu.

Í byrjun ágúst 2016 líta klasarnir frá 3.júní svona út. Gæti verið verra!

© 2018 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón