Grindavík, Lágafell vestur


Sumarið 2003 hóf flokkur úr Vinnuskóla Grindavíkur að græða upp örfoka mel vestan í Lágafelli. Á þeim tíma stóð þar sæluhús sem mannskapurinn átti athvarf í. Þarna voru gróðursettar rösklega eitt þúsund trjáplöntur þetta sumar skv. aðferð LAND-NÁMs auk þess sem lífrænum áburði var þarna fyrirkomið og sömuleiðis dreift grasfræi. Síðan hefur GFF komið nokkrum sinnum með aðföng og mannskap til að hlúa að svæðinu.

Fyrst skulum við kíkja á tvær myndir sem sýna sama blettinn með 10 ára millibili.

Mynd frá miðjum júlí 2003 og hluti þess mannskapar sem stóð að verki.


Mynd tekin í júlí 2013 á sama stað. Birkitréð sem vinnuskólanemendur vekja athygli á á fyrri myndinni er nú
orðið mannhæðar hátt.
Mynd frá 9.júní 2003 og sýnir grjótmelinn sem vinnuskólanemendur tóku til við að græða upp nokkrum dögum seinna. Yfir öllu þessu vakir Þorbjörn, fjall þeirra Grindvíkinga.
30.maí 2004.
4.sept 2006.
13.ágúst 2007
20. júní 2008
16.júlí 2009, hópur SEEDS sjálfboðaliða dreifir áburðarmjöli á svæðinu.
19.ágúst 2010
16.júní 2011 Suzi sjálfboðaliði frá Þýskalandi að dreifa áburðarmjöli í Lágafelli vestur.
16.ágúst 2011.
13.júní 2012, aftur eru sjálfboðaliðar SEEDS á ferð og dreifa áburðarmjöli.
9.ágúst 2012.
27.júlí 2013.

Mynd frá 9.ágúst 2016. Hér má sjá að skapast hefur sambýli birktrjánna og sveppa. Það veit
á gott og er til marks um styrk þessa nýja vistkerfis.

Í sept 2016 er svo komið að hægt er að fara í árangursríkan sveppamó á svæðinu.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón