Árið 2017 á Vistvangi

2017 var annað árið á Vistvangi, en fyrsta árið þar sem verið var að verki allar þrjár gróðurárstíðirnar, vor, sumar og haust.

Vor 2017
Um vorið komu nemendur 3 skóla á Vistvang og plöntuðu trjám.
  • 113 nemendur úr Flensborgarskólanum komu og settu niður 675 plöntur í 27 klasa, 18.-27.apríl.
  • 49 nemendur úr Víðistaðaskóla settu niður 75 plöntur 15.maí.
  • 36 nemendur úr Setbergsskóla settu niður 50 plöntur 16.maí.

Sumar 2017
Þrír hópar sjálfboðaliða sáu um störf á Vistvangi.

SEEDS 19, 7 manns, 9.-23.júní

SEEDS 20, 11 manns, 23. - 7.júlí

SEEDS 21, 11 manns, 7. - 21.júlí

SEEDS hóparnir voru ekki allan tímann á Vistvangi en drjúgan tíma þó. Unnu mikið af taðhaugum niður sem stóðu úti á grundum, líklega um 450 rúmmetra

Haust 2017
39 nemendur Flensborgar settu niður 100 plöntur, 4. & 5. sept.
68 nemendur Víðistaðaskóla vöktuðu árangur síðan um vorið, 6. & 7.sept.
36 nemendur Setbergsskóla vöktuðu árangur síðan um vorið, 8.sept.

Heildar talnaniðurstöður ársins 2017 á Vistvangi
341 nemendaheimsóknir
1000 trjáplöntum plantað
29 sjálfboðaliðar við sumarstörf
580 rúmmetrar af hrossataði komnir í endanlega uppgræðslu© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón