Undir Miðdegishnjúki

Svæðið sem hér um ræðir tilheyrir suðurhluta Hafnarfjarðar, sem nær m.a. yfir Krýsuvík, allt að Kleifarvatni
og alla leið til sjávar á suðurströndinni.

Rétt er að gæta að hvernig svæðið leit út áður en uppgræðsluaðgerðir hófust. Mynd tekin 19.júní 2009.
Tveir haugar af taði komnir á staðinn a.m.k.

Í febúar 2010 hefur töluvert af hrossataði úr Hafnarfirði verið losað á svæðinu.

Mynd frá byrjun júlí 2011 og sýnir sjálfboðaliða að störfum við að græða upp rofabörð með hrossataði. Sjá
má glitta í Kleifarvatn í baksýn.

Mynd frá sama tíma og sýnir hvernig dreift hefur verið úr taðinu yfir sléttlendið.

Vélaraflið að verki í lok júlí 2012.

Horft til suðvesturs þann 25.sept 2012. Uppgræðsla er sjánleg á grænum, gulum og dökkbrúnum flekkjum.

Losun við vetraraðstæður þann 12.mars 2013.

Í byrjun apríl 2014 má sjá frá veginum taðhaugana sem losaðir voru um veturinn.

Í október 2015 þurfti að kalla til tvær dráttarvélar til að hreyfa efnið nær hlíðunum því trukkarnir geta ekki farið
þá leið að vetri.

Komið er fram á sumarið 2016, sjálfboðaliðar mættir og taka til hendinni við að losa burt drasl sem alltaf vill
slæðast með taðförmum. Restin af hópnum er sjánlegur við dreifingu á taðinu í baksýn.

Mynd tekin 22.júní 2016 og hér eru tveir sjálfboðaliðar við mælingar meðan að félagar þeirra dreifa taði og
nota til þess keðjuaðferðina.

Seinni hópur sjálfboðaliða sumarið 2016 tekur sér smá pásu.þann 4.júlí.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón