Sandfellsklofi

Sandfellsklofi er örnefni sem merkt er inn á kort og virðist eiga við svæðið vestan í Sveifluhálsi, skammt frá Vatnsskarði, þar sem er gamalt, nú aflagt malarnám. Það varð úr haustið 2013, í samráði við Umhverfisstofnun og Vegagerðina, að GFF myndi græða upp þessa gömlu námu og nota til þess þær aðferðir sem samtökin hafa aðhyllst.

Meðölin eru kunnugleg, hrossatað úr Garðabæ og Hafnarfirði færir svæðinu næringu og lífrænt efni og síðan kemur GFF með vélar- og vinnuafl eftir þörfum. Flóknara er það ekki. Í Sandfellsklofa hefur ekki verið notað grasfræ, heldur vex það upp úr taðinu sem þar er að finna og það sem fangast úr umhverfinu. Fyrstu varfærnu skrefin voru tekin síðsumars 2014 en trukk sett í uppgræðsluna frá og með árinu 2015.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón