Vistvangur

Árið 2016 markar þáttaskil í starfi GFF er samtökin hófu starfsemi á Vistvangi í samráði við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði. Hugtakið vistvangur hefur lengi verið til umræðu innan samtakanna og í seinni tíð hafa samtökin sett meiri þunga í að kynna þá hugsun sem liggur að baki. Með því að smella á tenglana hér að neðan má sjá dæmi um umfjöllun frá fyrri tíð.

Umfjöllun úr Fréttabréfi GFF 2005
Grein úr Fréttablaðinu apríl 2012
Vistvangur; Skilgreining

Eftir samráð við ýmsa hlutaðeigandi aðila, erindrekstur og fundahöld með bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði veturinn 2015 / 2016 var ákveðið að hefjast handa með hækkandi sól árið 2016.


Mynd frá haustinu 2014 og sýnir svæðið sem síðan var byrjað á 2016. Geitahlíð í baksýn.

Meginuppgræðslumeðalið á vistvangi verður hrossatað. Í byrjun apríl 2016 voru losaðir þar 350 m3
frá hesthúsum í Hafnarfirði.

Ungir Hafnfirðingar, nemendur Flensborgarskólans, voru fyrstu gerendur á vistvangi. Hér er hópurinn
sem tók fyrstu handtökin á vistvangi þann 18.apríl 2016, 9 af 135 nemendum Flensborgarskólans í
Hafnarfirði sem komu til starfa á vistvangi þetta vorið. Verkefnið er hluti af áralöngu samstarfi GFF og
Flensborgarskólans.


Trjáplöntur gróðursettar. Plönturnar láta lítið yfir sér svo snemma að vori en þeirra bíður vonandi
gróskumikil framtíð.

Nemendur báru tað að plöntunum svo þær megi eiga sem ríkulegast umhverfi. Í myndhorninu efst t.h.
má sjá nemendur við mokstur úr taðhaugunum þannig að ljóst er að þeir þurftu að burðast með efnið
talsverða vegalengd. Það stendur til bóta í framtíðinni.

Gamalt járnarusl sem áður var hluti af girðingum sem þarna lágu fyrir áratugum síðan var fjarlægt af nokkrum
sjálfboðaliðum sem GFF kom með á svæðið í júní.


Störf á vistvangi verða ekki unnin með handaflinu einu saman. Vélaraflið kemur í góðar þarfir og í byrjun
ágúst kallaði GFF út dráttarvél sem dreifði taðinu um grundir þar sem það síðan verður notað á árinu 2017.

Mynd tekin 1.ágúst 2016 og sýnir mörk svæðisins þar sem nemendur Flensborgar plöntuðu um vorið
og hve gjörvilegar plönturnar eru rúmum 3 mánuðum seinna. Þarna má sjá taðhauga komna út á grundir,
tilbúna til notkunar á næsta ári.

Sami staður og að ofan þann 24.ágúst 2016.

Mynd frá 24.ágúst 2016 og sýnir svæðið sem nemendur Flensborgar unnu á í apríl sama ár.

Mynd tekin á sama stað 18.apríl 2016.

Mynd tekin 10.sept 2016 þegar nokkrir sjálfboðaliðar á vegum GFF mættu á svæðið til að mæla og meta
árangur af aðgerðum um vorið 2016.

Ingvi Þorsteinsson stofnandi GFF í vitjun á vistvangi í lok september 2016.

Nú þegar er orðin talsverð mannvist á vistvangi og er hann þó ekki af fyrsta ári. Hér er hópur erlendra gesta
sem var sérstaklega áhugasamur um uppgræðslu á Íslandi. Mynd tekin 6.okt 2016.

Komið er vel fram á haustið og skuggar teknir að lengjast. Mynd frá 24.okt og sýnir vistvang um það leyti
er hann fór undir vetur. Taðhaugar bíða þó frískra handa sem væntanlegar eru í apríl 2017.

Mynd frá 8.nóv 2016 og hér hefur verið losað hrossatað úr Hafnarfirði, efni sem verður notað á vistvangi
á árinu 2017.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón