2015

Fyrsti leiðangur með nemendur 4.bekkjar Ártúnsskóla var farin þann 1.júní. Farið var með 16 nemendur og plantað 25 plöntum í einn klasa.

Nemendur Ártúnsskóla mættir á vettvang og allt að gerast.

Hér er unnið í sönnum LAND-NÁMsanda og plöntur mældar á hæð og breidd.

Á meðan sumir nemendur sinntu trjáplöntun og hinum akademíska þætti um gagnaöflun voru aðrir
nemndur öldungis ekki aðgerðalausir. Þeir réðust að taðhaugum, mokuðu, dreifðu á landið og sáu til
þess að klasi skólans fengi viðhlítandi meðferð. En eins og ávalt í LAND-NÁMsleiðöngrum fengu allir
að gera allt.

Þegar upp var staðið leit klasinn Ártúnsskólans svona út og gaf góð fyrirheit um grósku.

Hópur 16 nemenda 4.bekkjar Ártúnsskóla vorið 2015, sem setti í fyrsta klasa skólans á Bolaöldu.

Mynd frá haustleiðangri sama bekkjar (nú 5.bekkur). Klasinn frá um vorið skoðaður, plöntur mældar,
niðurstöður skráðar og farið með í skólann til að vinna með.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón