2016

Nemendur Selásskóla fóru þann 20.maí í sinn annan leiðangur á Bolaöldu til uppgræðslu og trjáplöntunar. Í þetta skiptið voru teknar myndir og sumar þeirra birtast hér. Alls fóru 35 nemendur og var farið í þremur hópum. Settar voru niður 50 plöntur, eða í tvo klasa, eins og fyrra árið.

Fjögurra nemenda hópur við trjáplöntun meðan aðrir nemendur bera tað að plöntum frá fyrra ári.

Fjögurra manna plöntunarteymi, þar sem hver hefur sitt hlutverk, tilbúið til að koma trjáplöntunum
haganlega í jörðina. Hér ásamt leiðbeinanda sínum.

Fólksflutningavandamál gerðu að verkum að ekki tókst að hafa alla 35 nemendurna alla á sama tíma
á staðnum.Hér eru þó um tveir þriðju hópsins samankomnir ásamt kennurum í pásu og nestistíma í góða
veðrinu þennan fagra dag í maí.

Hér er vandað til verka við trjáplöntun enda mikið í húfi.

Plöntunarteymi fjögurra námsmeyja að verki.

Vatnið komið í holuna, trjáplantan á leiðinni og áburðurinn bíður í hvítu fötunni.

Meðan á trjáplöntun fjögurra manna hópanna stóð dreifðu aðrir nemendur taði yfir svæðið til að örva
þar gróður og gera klárt fyrir trjáplöntun á næstu árum.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón