2016

24 nemendur úr 4.bekk Landakotsskóla fóru 19.maí upp á Bolaöldu til að setja niður 25 plöntur, þ.e. í einn klasa.


Mynd frá 19.maí og sýnir hvar nemendur Landakotsskóla settu niður sínar plöntur með taðhauga
á alla kanta.

Fjögurra manna hópur nemenda stendur hér klár, hver með sitt hlutverk. Sá fyrsti tekur holuna fyrir
plöntuna, sá næsti fyllir holuna af vatni, sá þriðji setur á sig hanska og tekur plöntu úr bakkanum,
setur í holuna og þjappar að, loks kemur sá fjórði og setur áburð snoturlega í kringum stofn plöntunnar.

Þarna eru laufblöðin farin að koma í ljós á plöntunum enda komið fram yfir miðjan maí.

Nauðsynlegt að vökva vel, fylla holurnar af vatni. Hér eru gróðursetjendur við störf á meðan næsti
fjögurra manna hópur fylgist með og tileinkar sér vinnubrögðin.

Mynd af nemendahópnum við verklok og klasanum eins og gengið var frá honum.

Mynd af vettvangi 5.ágúst 2016.

Mynd frá því í lok sept 2016. Plöntur nemenda Landakotsskóla litu þá flestar ljómandi vel út. Hér sést
framkvæmdastjóri GFF styðja sig við stæðilega reyniplöntu sem nemendur plöntuðu vorið áður.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón