2016

Vorið 2016 fóru starfsmenn GFF með 54 nemendur 4.bekkjar Akurskóla til trjáræktar og uppgræðslu á
svæðinu sem við höfum kallað Sverðseyju. Verkin tóku tvo daga, 11. og 12.maí.

Mynd frá 11.maí þegar nemendur 4.bekkjar hófu uppgræðsluaðgerðir ársins. Venjan er í Akurskóla
að fá vænan skammt af moltu til að frjóvga snauðan jarðveginn áður en farið er út í trjáplöntun.
Moltan var framleidd fyrir tilstuðlan GFF úr hænsnaskít og trjákurli af Suðurnesjum.

Við sjálfa trjáplöntunina unnu nemendur í 3 manna hópum og hér er viðhöfð sýnikennsla við einn hóp.

Gerð trjáhola með plöntustaf í flöt sem greri upp á síðasta ári fyrir tilstuðlan moltunnar.

Þegar upp var staðið þann 12.maí var moltan uppurin, kominn út á melinn svo að þar megi grænka.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón