Leiðangrar 2016

Samstarf GFF og Flensborgarskólans tók nýja stefnu vorið 2016. Í tilefni af samstarfi GFF og Hafnarfjarðarbæjar um starfrækslu vistvangs á landi bæjarins suður í Krýsuvík var ákveðið að steðja með nemendahópa á sjálfan vistvanginn og hefja aðgerðir. Hvaða mannskapur er betur hæfur til þess en æskulýður úr Hafnarfirði ?

Alls var farið með 135 nemendur á tímabilinu 18. - 28.apríl. Plantað var 775 trjáplöntum í 31 klasa, (620 birkiplöntum, 124 víðplöntum og 31 reyniplöntu). Nemendur hafa sennilega mokað um 10 tonnum af hrossataði út á trjáplöntunarsvæðið þar sem það nú nærir plönturnar sem munu vonandi umbreyta þessum fláka í gróðurvin.

Eins og myndir hér sýna þá er svæðið sem um ræðir ansi hreint hrjóstrugt. Líklegt verður að teljast að þarna hafi verið gróðurlendi áður og eru rofabörð á svæðinu til vitnis um það. Handhæg meðöl gegn eyðimörk af þessu tagi eru: hrossatað, áburðarmjöl, trjáplöntur, áhugasamur æskulýður og styrk leiðsögn. Aðgerðir Flensborgaranna þessa apríldaga 2016 voru fyrstu handtökin á vistvangi.


Fyrsti hópur nemenda mættur á vistvang þann 18.apríl 2016. Öll aðföng, tæki og tól á staðnum
og megin uppgræðsluefnið, hrossatað má sjá í haugum ofarlega til hægri á myndinni.

Nemendahópur úr Flensborg kominn eitthvað áleiðis á vistvangi 20.apríl 2016. Fjallið lengst til hægri
á mynd er Geitahlíð.

Vinnubrögðin voru einföld. Taði mokað í fötur og borið á landið í kringum trjáplönturnar. Mynd
frá 18.apríl.

Plönturnar láta lítið yfir sér svo snemma vors. Mynd frá 25.apríl.

Inn á milli stórgrýtis má líklega finna kærkomið skjól fyrir ungar trjáplöntur sem ætla sér stóra
hluti í framtíðinni.

Nemendur setja tað hið næsta trjáplöntunum. Í baksýn má sjá nemendur moka taði úr haugnum.

Drekkutími í lokin á góðviðrisdegi 25.apríl.

Sérgreinadeild Flensborgarskólans kom á vistvang þann 6.sept 2016 og setti niður nokkrar trjáplöntur hjá
plöntum skólasystkina sinna síðan í apríl.

Kort af svæðinu þar sem vistvangur er staðsettur. Myndirnar hér af vor-
leiðöngrum með nemendum Flensborgarskólans eru teknar rétt norðan við
þar sem Krýsuvíkurvegurinn (rauður) mætir gamla veginum (svartur) sem
hlykkjast sunnan við Stóru-Eldborg.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón