Umbreytingar við uppgræðslu

Við uppgræðslu á svæði Akurskóla hafa venjur þróast þannig að nemendur hafa sett niður trjáplöntur í maí hvert ár og notað moltu og áburðarmjöl sem uppgræðslumeðöl. Á vorin sjá starfsmenn Reyjanesbæjar til þess að molta, unnin úr hráefnum af Suðurnesjum, er losuð á svæðinu og nemendur taka hana til kostanna og nota sem heimanmund með trjáplöntunum. Nemendur klára ekki alltaf moltuhaugana og hluti þeirra stendur þá eftir sem einhvers konar afgangur.

Til þess að nýta efnið og koma í veg fyrir að moluthrúgur safnist fyrir á svæðinu, hefur GFF komið á hverju sumri með mannskap úr hópi SEEDS sjálfboðaliða til þess að dreifa úr hrúgunum, gróðri á svæðinu til hagsbóta. Hér á eftir eru nokkrar myndir þar sem ummyndanir af völdum nemenda og sjálfboðaliða eru greinilegar.


Mynd frá 2012 og sýnir ástand lands á uppgræðslusvæðinu.


Þegar nánar er litið á grjótmelinn sést að þar þrífst vart stingandi strá.


Mynd tekin í júní 2012 og má sjá þar brúsk vaxa upp úr klasa þar sem áður var grjótmelur.


Þegar nánar er litið á klasann má sjá að þar eru smávaxnar birkiplöntur sem fá gott skjól af
grasvextinum. GFF metur þau áhrif veigameiri en samkeppnisáhrifin af því að vaxa innan um
aðrar plöntur.


Og þar má vanalega sjá einnig reyniplöntur í næsta nágrenni við miðhæðl klasans. Allt er
það í vindskjóli af gróðrinum í kring og gerir plöntunum auðveldari lífsbaráttuna fyrstu árin.


Hér má sjá hin glöggu skil milli uppgrædds lands og hins upprunalega. Ef glöggt er skoðað má sjá að
ný planta er að ryðja sér til rúms. Lúpínan er í sæmilegri breiðu baka til á myndinni og fulltrúar þaðan
eru feimnislega að skjóta rótum á hinum uppgrædda hluta.


Hér má sjá sjálfboðaliðahóp sumarið 2013 sem að boði GFF gerði örlitla tilraun með lúpinuna af
svæðinu. Lúpínan var skorin og lögð til hvílu til að athuga hvort eitthvað myndi þar vaxa upp. Þetta
var gert áður en fræ hennar voru orðin nógu þroskuð til að spíra.


Til að orðlengja það ekki frekar þá er þetta flöturinn tveimur árum seinna.


Sjálfboðaliðahópur í lok júní 2015 vinnur niður moltuhaug og dreifir yfir gróðurvana svæði.


Árangurinn af því sést hins vegar strax sama sumarið. Mynd tekin 27.ágúst 2015.


Iðjagrænn nýgræðingur sprettur upp í kjölfar uppgræðsluaðgerð sumarið 2013.


Eldri uppgræðsla miðað við moldarmelinn og rofabörðun sem voru (og eru enn) þar upphaflega.


Nokkuð dæmigerð mynd tekin haustið 2015 af hvernig uppgræðslan blandast inn í upphaflegan gróður
og hinn manngerða landslagsarkitektúr á svæðinu.

Mynd tekin 9.ágúst 2016 í átt að kennileiti staðarins, sverðinu á hringtorginu. Hér má sjá eldri og yngri
uppgræðslu nemenda Akurskóla. Trjáplönturnar næst í mynd eru gróðursettar árið 2012 og 2013. Guli
liturinn fjær er tilkominn vegna áburðar moltu vorið 2016.

Vert er að hafa í huga upphaflegt útlit og ástand svæðisins. Mynd tekin vorið 2010 áður en aðgerðir
með nemendum Akurskóla hófust.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón