2011


Vorið 2011 eru þetta uppgræðslumeðölin. Annars vegar molta framleidd á Suðurnesjum og hins vegar
áburðarmjöl framleitt fyrir austan fjall úr sláturúrgangi.


Moltan var notuð til að dreifa yfir klasann en hann var í byrjun hrjóstrugur moldarmelur. Moltan sem
framleidd var úr hænsnamykju og trjákurli er næringarrík og auðgar jarðveginn umtalsvert.


Nemendur voru áhugasamir og duglegir við trjáplöntun og allt sem henni fylgdi.Nokkrir nemendur með leiðbeinanda frá GFF.


Um haustiðð kom mannskapurinn aftur til að gera könnun á ástandinu og þá hafði heldur betur vaxið
upp í klasanum eins og sjá má að baki strákunum.


Vorið eftir, í maí 2012, er klasinn búinn að taka á sig grænan lit á undan öllu sínu nærumhverfi, þökk
sé moltunni sem nemendur settu þar yfir ári fyrr.


Uppúr miðjum september 2015 er útlit og áferð landsins með öðrum hætti þar sem áður var grjótmelur.
Namsmeyjar úr 9.bekk komnar til að líta á árangur þess sem þær og skólasystkin gerðu fyrir 4 árum.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón