Svipmyndir frá árinu 2015

Árið 2015 var unnið samkvæmt nýlegu fyrirkomulagi þar sem nánast allir nemendur á fyrsta ári koma í leiðangra til Krýsuvíkur um vorið. Apríl er eina tímabilið sem kemur til greina því skóla lýkur með prófum snemma í maí. Páskahátíðin er oftast nær í apríl þannig að sá mánuður getur orðið ódrjúgur, fyrir utan að í apríl er vetur konungur ekki endilega búinn að ljúka sér af. Vorleiðangrar stóðu frá 13. - 21.apríl þetta árið án þess að þyrfti að fresta för vegna veðurs og um haustið komu fáeinir nemendur starfsbrautar Flensborgarskólans.


Vorverkin með Flensborg hefjast ávalt með undirbúningi í skólastofu.


Utandyra voru nemendur leiddir í allan sannleika um aðferðir verkefnisins LAND-NÁM.


Nemendur eru hér mættir til Krýsuvíkur og taka til óspilltra málanna.


Megintilgangur fararinnar er að gróðursetja trjaplöntur sem eins myndin sýnir láta lítið yfir sér svo
snemma vors.


Að loknum útiverkum, oft í kulda og trekk áttu leiðangursmenn innangengt í hús í Seltúni.


Þar sem þeim var veitt heitt súkkulaði úr brúsa og samlokur .....


.... áður en yfir lauk kláruðu nemendur pappírsvinnuna og komu þar með nýfengnum gögnum
óbrengluðum til kennara.© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón