Rofabarð tekið föstum tökum


Rofabarð rétt hjá veginum í Krýsuvík sem blasti lengi við ungu uppgræðslufólki úr Flensborg. Mynd frá apríl 2009.


Mynd frá miðjum sept 2009 til að sýna hvernig þetta leit út um hábjargræðistímann.


Hér á mynd frá því í byrjun apríl 2011 má sjá aðföngin ætluð til uppgræðslunnar, hrúgu af hrossataði.


Um miðjan apríl 2011 eru aðgerðir hafnar. Bláu tunnurnar geyma áburðarmjöl ætlað til áburðar annars
staðar á uppgræðslusvæði Flensborgaranna.


Nærmynd af vinnulagi við uppgræðsluna um miðjan apríl 2011.


Smá saman saxaðist á taðhauginn og efninu komið þangað sem það gerir mest gagn. Maí 2011.


Komið fram í ágúst 2015.


Lítil ummerki um uppblástur og gróðureyðingu að sjá á þessari mynd frá sept 2015. Námsmeyjar af
starfsbraut Flensborgar standa hróðugar á því sem eitt sinn var dæmigert rofabarð.


Að lokum er freistandi að setja inn mynd af upphaflega rofabarðinu mynd sem er tekin á sama tíma árs
en árið er 2009.© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón