Áskorun 99

Til Alþingis Íslendinga, sveitarfélaga í Landnámi Ingólfs og allra hlutaðeigandi.

Aðalfundur Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs skorar á Alþingi Íslendinga að það beiti sér fyrir banni við lausagöngu búfjár á auðnum og rofsvæðum landsins.
Aðalfundurinn skorar ennfremur á að sveitarfélög í Landnámi Ingólfs beiti sér nú þegar fyrir banni við lausagöngu sauðfjár í Landnáminu.
Samþykkt á aðalfundi
Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs
11. maí, 1999.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón