Grunnskóli Seltjarnarness

Grunnskóli Seltjarnarness hefur tekið þátt í LAND-NÁMs verkefninu síðan vorið 2005. Vettvangur nemenda er á Bolaöldu, svæðinu upp af Sandskeiði við rætur Vífilsfells. Á vorin hafa komið nemendahópar úr 4. eða 5.bekk, heill árgangur úr skólanum í senn og gróðursett trjáplöntur, ein planta pr nemanda, sáð fræi og sett út áburð. Á svæðinu vex nú upp trjálundur þar sem áður var grjótmelur og rofabörð.
4.bekkur Mýrarhúsaskóla mættur á Bolaöldu um miðjan september 2007.
Þrjár námsmeyjar úr 4.bekk gleðjast yfir litlu á Bolaöldu í sept 2007.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón