Grindavík; Lágafell austur

Árið 2004 hóf GFF uppgræðslu í gamalli malarnámu við rætur Þorbjörns, austan í s.k. Lágafelli þar sem vegurinn frá Grindavík út í Skipastígshraun og Bláa lónið liggur. Fyrstu aðgerðir voru trjáplöntun með Vinnuskóla Grindavíkur þá um sumarið. Frá vorinu 2006 hafa það verið nemendur Grunnskóla Grindavíkur sem hafa verið aðalgerendur við uppgræðsluna.
Mynd frá því í lok maí 2004. Hér er horft í vestur og ofan klettanna liggur vegurinn á s.k. Lágafelli og út í hraunið og til Bláa lónsins. Á þessu svæði var tekið efni til framkvæmda einhvern tíma á 20.öldinni.
Mynd frá því um miðjan ágúst 2012.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón