2016

Þann 1.júní var farið með 38 nemendur 4.bekkjar Breiðholtsskóla til LAND-NÁMs á Bolaöldu við rætur Vífilsfells. Sett var niður í tvo klasa og var verkið klárað á einum degi. Hér má sjá myndir sem náðist að taka í miklu annríki þennan dag í feltinu og aðrar sem teknar voru seinna um sumarið.

Fjögurra manna harðsnúið plöntunarteymi ásamt fullorðnum leiðbeinendum sínum þann 1.júní 2016.

Að venju var plantað í lítt gróinn blett.

Þeir félagar Lennart frá Þýskalandi og Tyler frá Bandaríkjunum á vettvangi 18.júní til að koma því í verk sem
ekki tókst vegna tímaskorts um vorið. Báðir tilheyrðu þeir hópi sjálfboðaliða sem störfuðu fyrir GFF sumarið
2016.

Hlutverk þeirra var að bera að trjáplöntunum hið ríkulega tað sem á þessum tíma var búið að umbreytast
í moldarkenndan massa.

Hér sjást tveir klasar af mismunandi aldri en báðir eru komnir til fyrir tilstilli nemenda 4.bekkjar Breiðholts-
skóla. Nær er klasi frá vorinu 2014 en fjær klasi frá vorinu 2016.

Trjáplöntur hljóta mismunandi aðhlynningu. Sumar standa úti á bersvæði meðan aðrar fá skjól af nær-
umhverfinu. Báða þessar eru þó í fullu fjöri í byrjun ágúst 2016.


© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón