2015

Vorið 2015 var farið með 3 bekki úr Breiðholtsskóla og sett niður í jafnmarga klasa á Bolaöldu. Farið var 27. og 28.maí í nokkuð köldu veðri. Hér eru nokkrar myndir frá árinu 2015 sem tengjast trjáplöntun og uppgræðslu nemenda um vorið.

Einn bekkurinn þrammar af stað úr Breiðholtinu með kennaranum sínum.

Þegar komið var á vettvang var fremur hryssingslegt og veturinn ekki alveg búinn að ljúka sér af þrátt fyrir
að dagsetningin sé 27.maí.

Öll él styttir upp um síðir og hér er einn hópur úr Breiðholtsskóla samankominn eftir vel heppnaða trjáplöntun.

Þennan júlídag er komin betri tíð með blóm í haga þar sem nemendur Breiðholtsskóla settu niður um vorið.

Innan um grasbrúskana leynast trjáplönturnar og margar í fullu fjöri.

Um haustið eru sömu nemendur mættir að nýju til að vitja sinnar uppgræðslu og safna gögnum.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón