Úr gráu, í brúnt, í grænt

Hér hefst myndaröð sem lýsir uppgræðslu í Sandfellsklofa frá upphafi árið 2014 og fram á okkar daga.

En fyrst er hér mynd af svæðinu eins og það leit út 24.okt 2016, áður en veturinn 2016 / 2017 tók völdin.

Mynd tekin 25.feb 2014 af hinni aflögðu malartekju í Sandfellsklofa.

Úr gráu í brúnt. Hrossatað er í aðalhlutverki við uppgræðslu svæðisins.

Vélaraflið er mikilvægt við hreyfa við efninu.

Þótt hann sé ekki kallaður til sögunnar þá kemur hvíti liturinn óneitanlega við sögu í ferlinu. Hér er minnt á
hvernig vetrarfærð getur verið þegar mál er að losa þrær við hesthúsbyggðir á höfuðborgarsvæðinu.

Þennan vetur var hægt að halda leiðum opnum með hjálp góðra aðila og gera losun mögulega þrátt fyrir
erfitt veðurlag. 23.jan 2015 .

Staða mála eftir yfirferð vélar í byrjun sumars 2015. Traktorinn kom efninu ekki ofar en þetta.

Þá kom til kasta handaflsins. Sjálfboðaliðar við störf í brekkum Sandfellsklofa 5.júlí 2015.

Alltaf bætist við efni og hér má sjá um miðjan ágúst 2015 vinnu við að koma taðinu á rétta staði.

Mynd frá 24.okt 2015 og sýnir hvernig staðan er þegar svæðið fór undir vetur.

Úr brúnu í grænt. Útlit svæðisins í lok júní 2016.

Nýir hópar sjálfboðaliða eru komnir þetta sumarið og þeir taka á því í brekkunum í Sandfellsklofa, 6.júlí 2016.

Fanny, sjálfboðaliði frá Belgíu stödd á einu af grænu svæðunum í Sandfellsklofa 6.júlí 2016.

3.ágúst 2016. Horft til suðurs og hér sést vel hvernig svæðið liggur í vesturhlíðum Sveifluháls og hve "upp-
græðslustaðan" er á þeim tímapunkti.


Horft til norðurs meðfram vesturhlíðum Sveifluháls þann 24.ágúst 2016.

Svipað sjónarhorn rúmum mánuði seinna, 28.sept. 2016.

Mynd tekin 24.okt 2016, áður en vetur tók völdin. Hér má sjá flekki sem var jafnað yfir um sumarið 2016 og hvernig
tekur að grænka í þeim býsna snemma.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón