Úr gráu, í brúnt, í grænt

Hér hefst myndaröð sem lýsir uppgræðslu í Sandfellsklofa frá upphafi árið 2014 og fram á okkar daga.


Mynd tekin 25.feb 2014 af hinni aflögðu malartekju í Sandfellsklofa.

Úr gráu í brúnt. Hrossatað er í aðalhlutverki við uppgræðslu svæðisins og við litlu yrði hreyft ef
ekki nyti vélarafls.

Þótt hann sé ekki kallaður til sögunnar þá kemur hvíti liturinn óneitanlega við sögu í ferlinu.Mikill hluti
losunar úr hesthúsum fer fram um hávetur. Vetrarfærð getur verið erfið en hér voru mál leyst af
nágrönnum með vélskóflu í Vatnskarðsnámu.

Þennan vetur var hægt að halda leiðum opnum með hjálp góðra aðila og gera losun mögulega þrátt fyrir
erfitt veðurlag. 23.jan 2015 .

Taðhaugarnir upplitast við að standa lengi en þessir biðu dreifingar vorið 2015.

Traktorinn kemur efninu ekki ofar og þá kom til kasta handaflsins. Sjálfboðaliðar við störf í brekkum
Sandfellsklofa 5.júlí 2015.


Komið fram á sumar 2017 og vélaraflið að störfum.


Mynd af sjálfboðaliðum við störf sumarið 2017.

Útlit svæðisins í september 2017.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón