Reitur frá sumrinu 2014

Fyrstu handtökin við uppgræðslu í Sandfellsklofa voru tekin um mánaðarmót júní / júlí 2014. Talsvert af hrossataði var komið á vettvang og ákveðið var að gera ákveðna prufu um vinnubrögð og hafa einhverja hugmynd um t.d. hve mikinn tíma ákveðin verk útheimtu. Hér á eftir er myndaröð sem hefst sumarið 2014, sýnir framvindu á þessum og aðeins þessum reit, og nær til okkar tíma. Einblínt er á þennan umrædda reit, því hann er jú a.m.k. einu ári á undan öðrum hlutum svæðisins.

Mikilvægt er að hafa í huga að engin grassáning er viðhöfð. Gróðurinn sem vex þarna hefur annað hvort fylgt taðinu, þ.e. fræin hafa lifað af leiðangurinn í gegnum meltingarveg hrossanna eða hann vex upp af fræi sem er á sveimi þarna úr umhverfinu.

Útlit reitsins í september 2017.Svona leit þetta áður en reiturinn var tekinn til uppgræðslu sumarið 2014.

Hópur sjálfboðaliða mokaði taði úr haugi, myndaði keðju og dreifði upp í brekkuna. 30.júní 2014.

Að verklokum 2.júlí stigu stjálfboðaliðar út reitinn sem reyndist vera 280 m2 og tók 5 klst að þekja með þeim
verkfærum sem notuð voru, skóflum og fötum. Að jafnaði unnu 12 manns að verkinu og haugurinn var all-
nálgægt brekkunni. Reikningsdæmið segir þá að það séu 56 m2/klst. Selst ekki dýrar en keypt var á!

Mánuði seinna, 5.ágúst 2014 lítur reiturinn svona út. Hér má sjá að taðhaugurinn hefði mátt standa talsvert
nær brekkunni til að láta handaflið nýtast sem best. Afköstin má líklega segja að séu 60 m2/klst ef vandað
er til losunar á taðinu af flutningabílum.

22.sept 2014 og augljóst að reiturinn er ekki alveg ófjór!

23.okt 2014 og vetur konungur farinn að minna á sig. Svona á sig kominn fór reiturinn undir vetur.

Hálfu ári seinna, komið undan vetri, 26.apríl 2015.

Nærmynd af reitnum 24.júní 2015.

3.júlí 2015. Hér er slétt ár liðið frá því að reiturinn fékk sína "meðferð".

10.okt 2015 og breytingin úr brúnu yfir í grænt er orði býsna greinileg.

3.júlí 2016, hér eru slétt tvö ár liðin frá upphafinu.

3.ágúst 2016. Þarna má sjá að ýmisskonar blómgróður er farinn að festa rætur.


24.ágúst 2016.

28.sept 2016.

4.júní 2017 og græni liturinn er ríkjandi.

Ákveðið var að sjá hvernig trjágróður þrífst í nýja gróðurlendinu. Hér eru sjálfboðaliðar að
planta þann 16.júní 2017.

12.sept 2017 og svona var útlit reitsins áður en vetur settist upp.

Þessi saga er öldungis ekki öll. Spennandi verður að fylgjast með framvindu þarna á næstu árum og hvernig
gróðurlendið þróast með tímanum.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón