2013

Vorið 2013 var farið með tvo hópa úr Hlíðaskóla, sitt í hvoru lagi, sinn hvorn daginn, 16. og 27.maí. Gróðursett var í þrjá klasa og svo komið aftur um haustið til að mæla og meta og njóta útiveru.


Hér er búið að merkja fyrir fyrsta klasa Hlíðaskólans á Bolaöldu, hringlaga flötur sem búið er að skipta
í fjórðunga. Hér er horft í norður.

Fremur kuldalegt var á Bolaöldu þann 16.maí þegar fyrri hópurinn var mættur.

Orðið aðeins skaplegra þann 27.maí þegar seinni bekkurinn mætti.

LAND-NÁMs aðferðir hafðar í heiðri, plöntum komið í jörðina með vandvirkni og natni.

Ekki dugir að vanrækja taðdreifingu með trjáplöntunum. Með taðinu fylgir líf, bæði plantna og smádýra.

Um haustið, 16.sept var komið með sama mannskap til að vakta árangur vorverkanna.

Að hausti er gott að taka sér pásu og gæða sér á því sem kemur upp úr nestismalnum í uppgræddu
moldarbarði.

Úr haustleiðangri 5.bekkjar Hlíðaskóla að aflokinni gagnaöflun um lifun og vöxt plantna frá því um vorið
og lítilsháttar för um berjamó á Bolaöldu.

© 2014 Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs | kt. 500497-2979 | Laugavegi 13 | 511 1930 | gff@gff.is Vefumsjón